Um Saumakassann

 Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður.

Saumakassinn er lítið einnar konu fyrirtæki í eigu Láru Magneu Jónsdóttur sem selur aðallega útsaumspakkningar. Aðrar vörur eru þó í vinnslu og munu læðast hér inn með tímanum.

Fyrstu útsaumspakkningarnar voru settar saman árið 1998 en svo tók lífið aðra stefnu! Eftir 22 ára meðgöngu er afsprengið loks mætt af fullum krafti.

Saumakassinn reynir eftir fremsta megni að vera umhverfisvænn. Kassinn utan um vöruna er úr endurvinnanlegum pappír og er ómerktur svo hægt sé að nota hann aftur. Meðan verkefnið er saumað er gott að nota hann sem saumakassa. Að því loknu er hægt að nýta hann sem geymslu undir eitthvað skemmtilegt eða sem gjafaumbúðir.

 

íslenska